RM-Ráðgjöf is rated 3 out of 5 in the category human resources. Read and write reviews about RM-Ráðgjöf. RM Ráðgjöf ehf. var stofnað í nóvember 2011 af Ragnari Matthíassyni. Ragnar er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands ásamt MSc í mannauðsstjórnun frá sama skóla. Hann er einnig með diplómagráðu í markaðs- og útflutningsfræði og mannauðsstjórnun ásamt því að vera menntaður matreiðslumaður. Hann hefur reynslu af hótelstjórnun, rekstrarstjórnun, starfsmannastjórnun, þjálfun í ræðumennsku og félagsmálum. Ragnar hefur sem ráðgjafi starfað fyrir fjölmörg stór og smá íslensk fyrirtæki á sviði mannauðs- og stjórnunarráðgjafar. Hann hefur stýrt fjölda rýnihópa og vinnustofum ásamt því að vera mjög reyndur námskeiðshaldari og fyrirlesari. Námskeiðin hans eru fjölbreytt en með áherslu á stjórnendaþjálfun, samskipti og persónulega uppbyggingu. Ragnar hefur starfað fyrir mörg fyrirtæki sem "mannauðsstjóri til leigu" með þeim hætti að að veita ráðgjöf, greina stöðu mannauðsmála og koma þeim málum í gott horf. Í þessum verkefnum hefur hann m.a. innleitt starfsmannasamtöl og þjálfað stjórnendur í þeim, hannað ráðningarferla og stýrt eða tekið þátt í ráðningarviðtölum, ásamt því að vinna fjölmörg verkefni sem „Fræðslustjóri að láni“ í samstarfi við fræðslusjóði stéttarfélaga þar sem unnin er fræðslugreining og fræðsluáætlun í kjölfarið. Ragnar hefur unnið flest þau verkefni sem snerta mannauðsmál fyrirtækja með einum eða öðrum hætti. Hjá RM Ráðgjöf starfa auk Ragnars tveir starfsmenn við sölustörf, utanumhald og almenn skrifstofustörf. Fyrirtækið hefur aðgang að ýmsum sérfræðingum, sem koma að margvíslegum verkefnum með ráðgjöf og vinnuframlagi eftir þörfum og umfangi.
Headquarters
Reykjavík, Capital Region