Sparta Heilsurækt is rated 3 out of 5 in the category health. Read and write reviews about Sparta Heilsurækt. Sparta er stofnuð með þeim formerkjum að sigrast á útlitsdýrkun í líkamsræktarheiminum og gefa fólki kost á hreyfingu sem snýst um að hámarka afköst líkamans en á sama tíma lágmarka og helst koma í veg fyrir öll meiðsl og gefa fólki þannig tækifæri á að lifa heilbrigðu, hamingjuríki lífi með sínum nánustu. Sparta skiptist í tvennt; Heilsurækt og Þjálfunarstöð. Heilsuræktin snýst um að koma okkur "venjulega" fólkinu (endilega reynið að finna "venjulegan" Spartverja, það er snúið verk) í besta ástand sem hægt er á skemmtilegan máta. Þjálfunarstöðin snýst um að búa framtíðaríþróttafólkið enn betur undir ferilinn sem framundan er með því að byggja þeim góðan grunn og hinsvegar líka að hjálpa okkar fremsta íþróttafólki við að ná enn lengra og hreyfa við markmiðum sínum. Sparta hefur það að markmiði að öllum líði vel á æfingum og hefur með það fyrir sjónum sett sér þau einkunnarorð m.a. að vera "heimilislegasta stöðin á Íslandi".
Company size
11-50 employees
Headquarters
Reykjavík, Capital Region